Vanræktar varnir Evrópuríkja

Formaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ritaði athyglisverða grein í Morgunblaðið á dögunum þar sem hún spurði í hvaða liði við vildum vera í varnarmálum og vildi ljóslega stilla Bandaríkjunum og Evrópu upp sem andstæðum í þeim efnum. Formanninum til upplýsingar erum við þegar í varnarsamstarfi í gegnum NATO við bæði Bandaríkin og meirihluta Evrópuríkja. Þar af nær öll ríki Evrópusambandsins.